Fríverslunarviðræður við Rússa á ís

mbl.is

Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) hafa sett fríverslunarviðræður við Rússland á ís vegna framgöngu rússneskra stjórnvalda á Krímskaga. Þetta kemur fram í frétt AP-fréttaveitunnar í dag og haft eftir Eskil Sivertsen, talsmanni norska utanríkisráðuneytisins. Ennfremur segir að fréttin hafi verið staðfest af utanríkisráðuneyti Íslands.

Fjögur ríki eiga aðild að EFTA, Noregur, Ísland, Sviss og Liechtenstein. Fríverslunarviðræður við Rússland, Hvíta-Rússland og Kasakstan hafa staðið yfir frá árinu 2011 og eru viðræðurnar langt komnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka