Vilja fríverslunarviðræður við Japan

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tillögu til þingsályktunar um að hafnar verði fríverslunarviðræður við Japan verður dreift á Alþingi síðar í dag. Þetta kom fram í ræðu sem Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, greindi frá í umræðum á Alþingi í dag um skýrslu Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, um utanríkis- og alþjóðamál.

Sagðist Össur standa að þeirri þingsályktunartillögu ásamt nokkrum öðrum þingmönnum. Benti hann á að Japan hefði opnað á gerð fríverslunarsamninga við önnur ríki á undanförnum árum. Mætti segja að hver fríverslunarsamningurinn hafi rekið annan sem Japanir hefðu gert. Þar á meðal við tvíhliða samning við Sviss. Sagðist hann hafa átt von á því að Gunnar Bragi léti það verða eitt af sínum fyrstu verkum að óska eftir slíkum viðræðum sem fyrri ríkisstjórn hefði ekki komist í að gera.

Einnig lagði Össur áherslu á mikilvægi þess að fyrirhuguð uppfærsla á fríverslunarsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), sem Ísland er aðili að, við Kanada færi fram.

Frétt mbl.is: Ræddu um fríverslun í Japan

Frétt mbl.is: Ræddu um jarðhita og fríverslun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka