„Ég er gjörsamlega gáttaður“

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna.
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. mbl.is/Kristinn

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þingmaður Vinstri grænna, seg­ir að inn­legg Orku­stofn­un­ar til frek­ari vinnu á sviði vernd­ar ann­ars veg­ar og mögu­leg­ar nýt­ing­ar á virkj­un­ar­kost­um hins veg­ar veki furðu. Með þessu sé öll vinn­an að ramm­a­áætl­un­inni sett í full­komið upp­nám.

Eins og greint hef­ur verið frá hef­ur Orku­stofn­un sent verk­efna­stjórn um ramm­a­áætl­un lista yfir þá virkj­ana­kosti sem stofn­un­in hyggst leggja fram til­lög­ur um. 91 virkj­ana­kost­ur er á list­an­um, þar af eru 28 nýir.

„Í raun er verið að senda vinnu verk­efn­is­stjórn­ar um ramm­a­áælt­un, staðfest­ingu Alþing­is á þeirri vinnu og lög­um um ramm­a­áætl­un langt nef. Ég er gjör­sam­lega gáttaður á þessu,“ sagði Stein­grím­ur á Alþingi í dag.

Hann tel­ur að Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, eigi að gefa þing­inu skýrslu um þessa stöðu, eða láta í það minnsta eitt­hvað í sér heyra.

„Ef hann ger­ir það ekki verður ekki bet­ur séð en að ráðherr­ann ætli að láta bjóða sér þessa niður­stöðu,“ nefndi Stein­grím­ur.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, gerði nýj­ar til­lög­ur Orku­stofn­un­ar­inn­ar einnig að um­tals­efni. Hún sagði að þær vektu spurn­ing­ar um þau ferli sem unnið hefði verið eft­ir við gerð ramm­a­áætl­un­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert