Grunaður um brot gegn fatlaðri konu

Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins.
Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins. mbl.is/SBS

Starfsmaður sumardvalarstaðar fyrir fatlað fólk á Suðurlandi var kærður í janúar fyrir kynferðisbrot gegn einum dvalargesta, fatlaðri konu á fertugsaldri. Lögreglan á Selfossi er langt komin með rannsókn málsins.

Maðurinn er ásakaður um að hafa brotið gegn konunni, sem er á fertugsaldri, a.m.k. einu sinni síðasta sumar.

Skýrslutökum er að mestu lokið hjá lögreglu, en auk þess hefur við rannsókn málsins verið leitað til sérfræðings í klínískri taugasálfræði og réttargæðlæknis, m.a. til að meta trúverðugleika frásagnar konunnar, sem er andlega fötluð.

Samkvæmt uppplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi er rannsókn málsins á lokametrunum og má búast við að það verði sent áfram til ákæruvaldsins fljótlega.

Engir fatlaðir einstaklingar gista á heimilinu á veturna og hefur maðurinn því ekki verið að störfum eftir að kæran var lögð fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert