Hryggjarstykki sjávarþorpanna að bresta

Vísir hf. Grindavík - Félagið ætlar að flytja alla fiskvinnslu …
Vísir hf. Grindavík - Félagið ætlar að flytja alla fiskvinnslu til Grindavíkur til að mæta breyttu rekstrarumhverfi og síauknum kröfum um ferskan fisk. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta eru enn bara áform, ég ætla að halda í vonina eins lengi og ég get að af þessu verði ekki,“ sagði Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, um það að Vísir hf. flytti alla fiskvinnslu sína af staðnum. Hann sagði að 50-60 manns ynnu þar hjá Vísi í landi.

„Þetta er gríðarlegt áfall,“ sagði Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um það að fiskvinnsla Vísis færi frá Þingeyri eins og áformað er. „Þetta er hryggjarstykkið í atvinnu á Þingeyri,“ segir hann í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Um 50 manns hafa unnið í um 35 heilsársstöðugildum hjá Vísi á Þingeyri, að sögn Daníels.

„Þetta þýðir að 5,7% af öllum störfum hér hverfa. Það samsvarar uppsögn á 3.000 manns í Reykjavík,“ sagði Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, um áhrif áforma Vísis um að leggja niður fiskvinnslu á Húsavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert