Vilja rannsókn á fjármálum Krossgatna

Gunnar Þorsteinsson var framkvæmdastjóri Krossgatna til ársins 2012.
Gunnar Þorsteinsson var framkvæmdastjóri Krossgatna til ársins 2012. Mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórn áfangaheimilisins Krossgötur hefur farið fram á rannsókn Sérstaks saksóknara á meðferð Gunnars Þorsteinssonar á fjármunum heimilisins. Krossgötur hafa um árabil þegið framlög úr ríkissjóði til reksturs áfangaheimilisins. Þetta kom fram í frétt Ríkisútvarpsins í kvöld. 

Stjórn Krossgatna sendi Sérstökum saksóknara og velferðarráðuneytinu bréf þar sem farið er fram á opinbera rannsókn á á fjármálum, bókhaldi og viðskiptum heimilisins við tengda aðila fyrir bókhaldsárin 2008-2012. 

Gunnar Þorsteinsson, oft kenndur við trúfélagið Krossinn, var framkvæmdastjóri Krossgatna til ársins 2012. Meðal þess sem stjórnin fer fram á að verði skoðað eru bifreiðaviðskipti upp á nokkrar milljónir króna og lán til trúfélagsins Krossins upp á rúmlega 1,3 milljónir króna. Gunnar hafnar alfarið öllum ásökunum, segir í frétt RÚV. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert