Deilur og verkföll í brennidepli

Verkfall framhaldsskólakennara hefur staðið yfir í rúmar tvær vikur. Engin …
Verkfall framhaldsskólakennara hefur staðið yfir í rúmar tvær vikur. Engin sátt er í sjónmáli. mbl.is/Ernir

Mikið hef­ur verið um kjara­deil­ur, bæði á al­menn­um og op­in­ber­um vinnu­markaði, á und­an­förn­um miss­er­um. Nokk­ur verk­föll eru þegar haf­in og að öllu óbreyttu munu fleiri skella á á næstu vik­um. Kjaraviðræður eru víðast hvar komn­ar í hnút og virðist eng­in sátt vera í sjón­máli.

Stétt­ar­fé­lög kenn­ara á öll­um skóla­stig­um - frá leik­skóla og upp á há­skóla­stigið - hafa sett fram kröf­ur um mikl­ar launa­hækk­an­ir en hingað til hef­ur lítið þokast í sam­komu­lags­átt.

Sam­kvæmt taln­ingu mbl.is eru kenn­ar­ar, sem og aðrir fé­lags­menn þess­ara stétt­ar­fé­laga, tæp­lega tíu þúsund tals­ins og allt í allt eru nem­end­urn­ir ríf­lega eitt hundrað þúsund tals­ins. Kjara­deil­urn­ar snúa því að bæði námi og störf­um þriðjungs þjóðar­inn­ar.

Set­ur all­ar áætlan­ir í upp­nám

Mik­ill meiri­hluti fé­lags­manna í Fé­lagi há­skóla­kenn­ara hef­ur veitt stjórn fé­lags­ins umboð til þess að boða til verk­falls í vor, ná­ist ekki sam­komu­lag þangað til. Komi til verk­falls­ins munu kenn­ar­ar, pró­fess­or­ar og annað há­skóla­menntað stjórn­sýslu­fólk í Há­skóla Íslands, alls 920 manns, leggja niður störf á hefðbundn­um próf­tíma, frá 25. apríl til 10. maí.

Há­skóla­kenn­ar­ar hafa fundað með samn­inga­nefnd rík­is­ins hjá rík­is­sátta­semj­ara en mikið ber í milli. Jör­und­ur Guðmunds­son, formaður Fé­lags há­skóla­kenn­ara, hef­ur sagt að há­skóla­kenn­ar­ar hafi dreg­ist tals­vert aft­ur úr sam­bæri­leg­um hóp­um í öðrum skól­um og stétt­um.

„Há­skól­inn og starfs­fólk hans hef­ur tekið á sig mik­inn niður­skurð eft­ir hrunið og við telj­um tíma til kom­inn að það verði leiðrétt,“ seg­ir hann.

Til­kynna þarf verk­falls­boðun fimmtán dög­um fyr­ir fyr­ir­hugað verk­fall, eða 10. apríl næst­kom­andi. Mik­il óvissa rík­ir um það hvort þeir fjór­tán þúsund nem­end­ur Há­skóla Íslands geti lokið þeim nám­skeiðum sem þeir hafa stundað á þess­ari vorönn, komi til verk­falls­ins.

Enn eng­in lausn í sjón­máli

Enn virðist eng­in lausn vera í sjón­máli í kjara­deilu fram­halds­skóla­kenn­ara og rík­is­ins. Verk­fall fram­halds­skóla­kenn­ara hef­ur nú staðið yfir í rúm­lega tvær vik­ur, en for­ystu­menn kenn­ara eru þó bjart­sýn­ir á að deil­an leys­ist nú í vik­unni.

Ólaf­ur H. Sig­ur­jóns­son, formaður Fé­lags stjórn­enda í fram­halds­skól­um, hef­ur staðfest að kenn­ur­um hafi verið boðin launa­hækk­un upp á meira en 10%. Kenn­ar­ar hafa hins veg­ar ávallt farið fram á 17% launa­hækk­un. Þeir segja að það sé sá mun­ur sem er á laun­um þeirra og sam­bæri­legra stétta.

Verk­fallið nær til um 1.900 kenn­ara og stjórn­enda í fram­halds­skól­um og um 20 þúsund nem­enda.

Ráðherra boðar kerf­is­breyt­ing­ar

Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, hef­ur sagt að ákveðnar kerf­is­breyt­ing­ar inn­an skóla­kerf­is­ins, svo sem stytt­ing náms, geti skapað svig­rúm fyr­ir kjara­bæt­ur til kenn­ara.

„Það er aug­ljóst að staðan á al­menn­um vinnu­markaði set­ur mjög þröng­an ramma og hlýt­ur að hafa mót­andi áhrif á stöðuna sem er uppi varðandi kjara­samn­inga hjá rík­inu. Þess vegna tel ég að það sé mik­il­vægt að nýta það tæki­færi sem mynd­ast við að fara í ákveðnar breyt­ing­ar á fram­halds­skóla­kerf­inu,“ sagði Ill­ugi við mbl.is.

Sjálf­ir fram­halds­skóla­nem­end­urn­ir hafa mikl­ar áhyggj­ur af stöðu mála. Þeir hafa sagt að verk­fallið setji all­ar áætlan­ir til framtíðar í upp­nám og þá séu jafn­framt skýr dæmi um að marg­ir séu farn­ir að svip­ast um eft­ir vinnu. Þá geti verk­fallið jafn­framt ýtt und­ir brott­fall, sér í lagi eft­ir því sem lengra líður á það.

Samn­ing­ar laus­ir hjá kenn­ur­um í Versló

Kjara­samn­ing­ur kenn­ara við Versl­un­ar­skóla Íslands rann út í gær. At­kvæði verða greidd í viku­lok­in um boðun verk­falls hinn 23. apríl næst­kom­andi. „Það var fund­ur aft­ur í morg­un þar sem lýst var yfir að viðræður hefðu reynst ár­ang­urs­laus­ar,“ sagði Óli Njáll Ing­ólfs­son, sem sit­ur í samn­inga­nefnd kenn­ara, í sam­tali við mbl.is í gær.

Kjara­deilu kenn­ara og stjórn­enda Versl­un­ar­skól­ans var vísað til rík­is­sátta­semj­ara hinn 11. mars síðastliðinn og síðan þá hafa verið haldn­ir nokkr­ir ár­ang­urs­laus­ir samn­inga­fund­ir. Lítið hef­ur þokast í sam­komu­lags­átt.

Ef af verk­falli verður munu kenn­ar­ar og stjórn­end­ur Versló leggja niður störf miðviku­dag­inn 23. apríl, sem er fyrsti kennslu­dag­ur eft­ir páskafrí.

Grunn­skóla­kenn­ar­ar að ókyrr­ast

Kjaraviðræður grunn­skóla­kenn­ara eru í hnút og hef­ur þeim verið vísað til rík­is­sátta­semj­ara. Fé­lag grunn­skóla­kenn­ara er lang­fjöl­menn­asta stétt­ar­fé­lag kenn­ara en fé­lags­menn eru um 4.600 tals­ins. Komi til verk­falls er ljóst að yfir 42 þúsund grunn­skóla­nem­end­ur muni ekki mæta til skóla.

Krafa grunn­skóla­kenn­ara er sú að laun þeirra verði sam­bæri­leg við laun annarra há­skóla­menntaðra starfs­manna með sam­bæri­lega mennt­un. Það jafn­gild­ir um 25 til 30% launa­hækk­un.

Ekki hef­ur enn verið rætt um at­kvæðagreiðslu um boðun verk­fallsaðgerða, en eft­ir því sem lengra líður eykst óviss­an.

Samn­inga­nefnd Fé­lags grunn­skóla­kenn­ara hef­ur at­hugað mögu­leik­ann á því að gera kjara­samn­ing til árs­ins 2017, sam­hliða breyttu vinnu­fyr­ir­komu­lagi.

Vilja sam­bæri­leg­ar launa­hækk­an­ir

Þá þykir jafn­framt ljóst að leik­skóla­kenn­ar­ar muni ekki sætta sig við minni launa­hækk­an­ir en aðrar kenn­ara­stétt­ir. Kjara­samn­ing­ur þeirra við sveit­ar­fé­lög­in verður laus þann 30. apríl næst­kom­andi, en Har­ald­ur Freyr Gísla­son, formaður Fé­lags leik­skóla­kenn­ara, hef­ur sagt að stíga þurfi stór skref til að fjölga leik­skóla­kenn­ur­um, sem hafi farið fækk­andi.

Hækk­un launa sé stærsti þátt­ur­inn í því.

Leik­skóla­börn eru um tutt­ugu þúsund tals­ins og eru um 2.300 skráðir í Fé­lag leik­skóla­kenn­ara.

Myndi valda veru­leg­um seink­un­um

Starfs­menn Isa­via hafa samþykkt að grípa til verk­fallsaðgerða þann 8. apríl næst­kom­andi, ná­ist ekki samn­ing­ar fyr­ir þann tíma. Um eru að ræða fé­lags­menn þriggja fé­laga: Fé­lags flug­mála­starfs­manna rík­is­ins (FFR), SFR - stétt­ar­fé­lags í al­mannaþjón­ustu og Lands­sam­bands slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna.

Komi til verk­falls mun það hafa mik­il áhrif á starf­semi flug­valla lands­ins og raska öllu flugi, bæði milli­landa- og inn­an­lands­flugi, að sögn Kristjáns Jó­hanns­son­ar, for­manns FFR. „Ég held að fólk geti bú­ist við veru­leg­um seink­un­um þann tíma sem verk­fallið stend­ur yfir,“ sagði hann í sam­tali við mbl.is.

Aðgerðirn­ar munu ná til flug­valla á land­inu öllu auk Kefla­vík­ur­flug­vall­ar.

At­kvæðagreiðsla meðal fé­lags­manna leiddi í ljós að 88% samþykktu verk­fallsaðgerðirn­ar, 9% höfnuðu þeim og 3% at­kvæða voru auð eða ógild.

„Þetta í raun­inni end­ur­spegl­ar það and­rúms­loft í fyr­ir­tæk­inu sem við höf­um verið að reyna að koma á fram­færi í samn­ingaviðræðunum,“ seg­ir Kristján. „Það er rík ástæða fyr­ir því að fólk bregst svona við og vill fara í verk­fall til að ná fram kröf­um sín­um.

Svona er staðan. Fólk tel­ur sig eiga meira inni hjá Isa­via en það sem fé­lagið hef­ur boðið,“ nefndi Kristján enn frem­ur.

Stjórn­völd grípa inn í Herjólfs­deil­una

Rík­is­stjórn­in samþykkti á fundi sín­um fyrr í dag að leggja fyr­ir Alþingi laga­frum­varp um að fresta til 15. sept­em­ber verk­fallsaðgerðum sem Sjó­manna­sam­bands Íslands hóf á Herjólfi 5. mars síðastliðinn.

Verk­fall und­ir­manna á Herjólfi hef­ur valdið Eyja­mönn­um og fyr­ir­tækj­um þeirra marg­vís­leg­um vanda og tekjutapi og taldi rík­is­stjórn­in að hags­mun­irn­ir væru það mikl­ir að þeir rétt­lættu inn­grip stjórn­valda.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa bent á að kröf­ur Sjó­manna­fé­lags­ins jafn­gildi því að föst laun báts­manna hækki að lág­marki um 160 þúsund krón­ur á mánuði. Ekki sé hægt að fall­ast á slík­ar kröf­ur.

Í kröf­um Sjó­manna­fé­lags­ins fel­ast 16% hækk­un á grunn­kaupi, hækk­un á næt­ur­vinnu­álagi frá 33% upp í 80% og að fá sjó­manna­afslátt til baka sem var af­num­inn um síðustu ára­mót.

Und­an­farið hef­ur Herjólf­ur ein­göngu siglt eina ferð á dag um Þor­láks­höfn, frá mánu­degi til fimmtu­dags. Enn ber mikið í milli samn­ingsaðila. Síðasti sátta­fund­ur­inn fór fram síðastliðinn fimmtu­dag, en ekki hef­ur þótt ástæða til að boða til fund­ar á nýj­an leik.

Verk­falli af­stýrt

Allt benti til þess að af verk­falli yrði hjá starfs­mönn­um Elkem Ísland á Grund­ar­tanga. Kjaraviðræðurn­ar gengju hægt og átti verk­fallið að skella á þann 25. mars síðastliðinn. Hins veg­ar und­ir­ritaði Verka­lýðsfé­lag Akra­ness nýj­an kjara­samn­ing við for­svars­menn Elkem og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins í tæka tíð og var verk­fall­inu því af­stýrt.

„Formaður fé­lags­ins skal fús­lega viður­kenna að það var afar ánægju­legt og mik­il­vægt að ná að klára und­ir­rit­un á nýj­um kjara­samn­ingi áður en til verk­falls kæmi, enda er það morg­un­ljóst að í verk­falls­átök­um stend­ur sjald­an ein­hver upp sem sig­ur­veg­ari,“ sagði í frétt um málið á vef verka­lýðsfé­lags­ins.

Mik­ill meiri­hluta starfs­manna fé­lags­ins, eða 84,4%, hafði samþykkt að boða til verk­falls.

Nýi kjara­samn­ing­ur­inn fyr­ir starfs­menn Elkem Ísland á Grund­ar­tanga gild­ir frá 1. janú­ar 2014 og nær til þriggja ára.

Kennarar hafa fjölmennt á fundi í verkfallsmiðstöð sinni.
Kenn­ar­ar hafa fjöl­mennt á fundi í verk­falls­miðstöð sinni. mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son
Samninganefndir framhaldsskólakennara og ríkisins ásamt ríkissáttasemjara við samningaborðið.
Samn­inga­nefnd­ir fram­halds­skóla­kenn­ara og rík­is­ins ásamt rík­is­sátta­semj­ara við samn­inga­borðið. mbl.is/​Golli
Verkfallið setur allar áætlanir nemenda í uppnám.
Verk­fallið set­ur all­ar áætlan­ir nem­enda í upp­nám. mbl.is/​Eggert
Leikskólakennarar sætta sig ekki við minni launahækkanir en aðrar kennarastéttir.
Leik­skóla­kenn­ar­ar sætta sig ekki við minni launa­hækk­an­ir en aðrar kenn­ara­stétt­ir. mbl.is/​Heiðar
Starfsmenn Isavia hafa samþykkt að grípa til verkfallsaðgerða.
Starfs­menn Isa­via hafa samþykkt að grípa til verk­fallsaðgerða. mbl.is/​Sig­ur­geir
Verkfall flugmálastarfsmanna myndi raska öllu millilandaflugi.
Verk­fall flug­mála­starfs­manna myndi raska öllu milli­landa­flugi. mbl.is/​Sig­urður Bogi
Verkfall undirmanna á Herjólfi hefur valdið Eyjamönnum og fyrirtækjum þeirra …
Verk­fall und­ir­manna á Herjólfi hef­ur valdið Eyja­mönn­um og fyr­ir­tækj­um þeirra marg­vís­leg­um vanda. mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka