Fundi enn frestað á Alþingi

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, mælti fyrir frumvarpinu.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, mælti fyrir frumvarpinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þing­fundi var enn frestað klukk­an 22 og stend­ur til að fund­ur hefj­ist klukk­an 22.45. Frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um fresta verk­falli und­ir­manna á Herjólfi til 15. sept­em­ber næst­kom­andi var samþykkt fyrr í kvöld en fyrstu umræðu um frum­varpið lauk á sjö­unda tím­an­um. Stefnt er að því að samþykkja frum­varpið í kvöld.

Fund­ur átti að hefjast klukk­an átta í kvöld en var hon­um frestað til níu og því næst til klukk­an tíu.

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir inn­an­rík­is­ráðherra mælti fyr­ir frum­varp­inu í dag en sam­kvæmt því mun síðasti kjara­samn­ing­ur gilda fram á haust, nema samn­ing­ar ná­ist í Herjólfs­deil­unni fyr­ir þann tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka