Óttast fordæmisgildi laganna

mbl.is/Hjörtur

Fund­ur á Alþingi hófst kl. 22:55 en hon­um hafði ít­rekað verið frestað í kvöld. Eina málið á dag­skrá er umræða um frum­varp um frest­un verk­fallsaðgerða á Herjólfi VE. Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, inn­an­rík­is­ráðherra, mælti fyr­ir frum­varp­inu í dag. 

Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokss­ins, mælti fyr­ir nefndaráliti meiri­hluta um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Alþing­is og Árni Páll Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, mælti fyr­ir nefndaráliti minni­hluta nefnd­ar­inn­ar.

Árni Páll sagðist ekki telja efn­is­leg­ar for­send­ur til að fall­ast á samþykkt lag­anna. Sagðist hann ótt­ast for­dæm­is­gildi þeirra, benti á að aðrar kjara­deil­ur stæðu yfir og ákvörðunin hefði for­dæm­is­gildi gagn­vart þeim. Nefndi hann meðan ann­ars verk­fall fram­halds­skóla­kenn­ara og stjórn­enda í fram­halds­skól­um og yf­ir­vof­andi verk­fall starfs­manna Isa­via. 

Nokkr­ir komu fyr­ir nefnd­ina í kvöld, þar á meðal Jón­as Garðars­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands, og Gylfi Arn­björns­son, fram­kvæmda­stjóri Alþýðusam­bands Íslands.

Fjór­ir eru á mæl­enda­skrá. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka