Segir inngripin standast stjórnarskrá

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.

Fyr­ir­huguð inn­grip rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Herjólfs­deil­una stand­ast stjórn­ar­skrá, að mati Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur inn­an­rík­is­ráðherra. Um sé að ræða neyðarúr­ræði, en mat rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé hins veg­ar svo að al­manna­hags­mun­ir krefj­ist þess að gripið sé inn í kjara­deil­una.

Nú er rætt um málið á Alþingi en að umræðu lok­inni er reiknað með því að laga­frum­varp ráðherr­ans um frest­un verk­fallsaðgerða verði af­greitt.

Helgi Hjörv­ar, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að rík­is­stjórn­in gripi nú til aðgerða sem varða stjórn­ar­skrár­bund­in mann­rétt­indi. „Hef­ur ráðherr­ann full­vissað sig um að frum­varpið stand­ist stjórn­ar­skrá og þær skyld­ur sem hún legg­ur okk­ur á herðar?“ spurði Helgi meðal ann­ars.

Hann velti því einnig fyr­ir sér hvort rík­is­stjórn­in hefði getað gert eitt­hvað annað og meira til að leysa deil­una.

Hanna Birna sagði að það væri alls ekki létt verk að flytja frum­varp af þessu tagi. Rík­is­stjórn­in hefði hins veg­ar farið yfir málið margoft og metið það svo að hags­mun­irn­ir væru það mikl­ir að þeir rétt­lættu slík­ar aðgerðir.

Hún benti einnig á að lög­gjaf­inn hefði áður gripið inn í kjara­deil­ur sem vörðuðu sam­göng­ur til Vest­manna­eyja með skip­an gerðardóms sem skar úr um kaup og kjör.

Sjó­manna­fé­lag Íslands hóf verk­fallsaðgerðir á Herjólfi 5. mars og hef­ur hvorki gengið né rekið að ná sam­komu­lagi síðan. Verk­fallið hef­ur valdið Eyja­mönn­um og fyr­ir­tækj­um þeirra marg­vís­leg­um vanda og tekjutapi.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörv­ar, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka