Verkfallsfrumvarpið í nefnd

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. mbl.is/Eggert

Frum­varp rík­is­stjórn­inn­ar um að fresta verk­falli und­ir­manna á Herjólfi til 15. sept­em­ber næst­kom­andi er nú komið til um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar en fyrstu umræðu lauk á sjö­unda tím­an­um í kvöld.

Stefnt er að því að samþykkja frum­varpið í kvöld.

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir inn­an­rík­is­ráðherra mælti fyr­ir frum­varp­inu en sam­kvæmt því mun síðasti kjara­samn­ing­ur gilda fram á haust, nema samn­ing­ar ná­ist í Herjólfs­deil­unni fyr­ir þann tíma. 

Mikl­ar umræður sköpuðust um frum­varpið á þing­inu áðan. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son sagði til dæm­is að lög­un­um væri beint að stjórn­ar­skrár­vörðum rétti manna til að semja um kaup og kjör.

Hanna Birna benti hins veg­ar á að inn­grip stjórn­valda stæðust stjórn­ar­skrá og að um væri að ræða al­gjört neyðarúr­ræði. Ekki væri létt verk að flytja frum­varp af þessu tagi.

Sjó­manna­fé­lag Íslands hóf verk­fallsaðgerðir á Herjólfi 5. mars og hef­ur hvorki gengið né rekið að ná sam­komu­lagi síðan. Verk­fallið hef­ur valdið Eyja­mönn­um og fyr­ir­tækj­um þeirra marg­vís­leg­um vanda og tekjutapi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka