Alvarlegt að Alþingi grípi inn í deiluna

Herjólfur.
Herjólfur. Morgunblaðið/Eggert

Starfs­greina­sam­band Íslands harm­ar að Alþingi sé að grípa inn í lög­lega boðaða vinnu­deilu með laga­setn­ingu, án nokk­urra boðlegra efn­is­legra raka. Þetta kem­ur fram í álykt­un frá Starfs­greina­sam­band­inu. Alþingi samþykkti í gær lög á vinnu­deilu starfs­manna Herjólfs og Eim­skips.

„Samn­ings­rétt­ur­inn er stjórn­ar­skrár­var­inn og einn mik­il­væg­asti rétt­ur launa­fólks til að ná fram bætt­um kjör­um. Það er al­var­legt þegar Alþingi gríp­ur inn í það ferli og slík­um úrræðum skal ekki beitt nema í ýtr­ustu neyð. Laga­setn­ing­ar á verk­föll eru sniðnar að at­vinnu­rek­end­um og leysa ein­göngu þeirra mál, en skikk­ar starfs­menn­ina til að vinna áfram á sömu kjör­um,“ seg­ir í álykt­un­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka