Alvarlegt að Alþingi grípi inn í deiluna

Herjólfur.
Herjólfur. Morgunblaðið/Eggert

Starfsgreinasamband Íslands harmar að Alþingi sé að grípa inn í löglega boðaða vinnudeilu með lagasetningu, án nokkurra boðlegra efnislegra raka. Þetta kemur fram í ályktun frá Starfsgreinasambandinu. Alþingi samþykkti í gær lög á vinnudeilu starfsmanna Herjólfs og Eimskips.

„Samningsrétturinn er stjórnarskrárvarinn og einn mikilvægasti réttur launafólks til að ná fram bættum kjörum. Það er alvarlegt þegar Alþingi grípur inn í það ferli og slíkum úrræðum skal ekki beitt nema í ýtrustu neyð. Lagasetningar á verkföll eru sniðnar að atvinnurekendum og leysa eingöngu þeirra mál, en skikkar starfsmennina til að vinna áfram á sömu kjörum,“ segir í ályktuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka