Maðurinn ekki í lífshættu

Sjúkrahúsið á Akureyri
Sjúkrahúsið á Akureyri mbl.is/Skapti

Vélsleðamaðurinn sem ók fram af hengju í gili fremst í Böggvisstaðadal fyrir ofan Dalvík síðdegis í dag er ekki lífshættulega slasaður.

Hann var fluttur með þyrlu fjallaskíðafyrirtækisins Bergmanna, í eigu Norðurflugs, á Sjúkrahúsið á Akureyri, en þyrlan var staðsett í Skíðadal. Leiðsögumenn á vegum Bergmanna aðstoðuð við flutninginn. Björgunarsveitin á Dalvík var kölluð út um fimmleytið en um fimmtán manns fóru á slysstað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka