Verkfalli á Herjólfi frestað

Herjólfur
Herjólfur Mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Frumvarp ríkisstjórninnar um að fresta verkfalli undirmanna á Herjólfi til 15. september varð að lögum á Alþingi eftir miðnætti. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, mælti fyrir frumvarpinu um fimmleytið í gær og fékk það því nokkuð hraða afgreiðslu. 

Verkfall undirmanna á Herjólfi hófst hinn 5. mars sl. Lágmarkskrafa Sjómannafélags Íslands í kjaradeilunni var 43% launahækkun.

Frumvarpið var samþykkt með 29 atkvæðum gegn 13 en fimm sátu hjá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka