Verkfalli á Herjólfi frestað

Herjólfur
Herjólfur Mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Frum­varp rík­is­stjórn­inn­ar um að fresta verk­falli und­ir­manna á Herjólfi til 15. sept­em­ber varð að lög­um á Alþingi eft­ir miðnætti. Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, inn­an­rík­is­ráðherra, mælti fyr­ir frum­varp­inu um fimm­leytið í gær og fékk það því nokkuð hraða af­greiðslu. 

Verk­fall und­ir­manna á Herjólfi hófst hinn 5. mars sl. Lág­marks­krafa Sjó­manna­fé­lags Íslands í kjara­deil­unni var 43% launa­hækk­un.

Frum­varpið var samþykkt með 29 at­kvæðum gegn 13 en fimm sátu hjá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka