Harmsaga Fernöndu á enda

Fernanda komst fyrst í fréttir þegar hún strandaði í Sandgerði vorið 2012, næst heyrðist af henni alelda út af Vestmannaeyjum og Landhelgisgæslan bjargaði 11 manns frá borði. Þá var hún dregin í Hafnarfjarðarhöfn en í ljós kom að eldurinn logaði enn og reykinn lagði yfir bæinn.

Nú liggur Fernanda í Helguvík og mætir örlögum sínum þar sem verið er að rífa hana niður í brotajárn sem svo er sent til Spánar í bræðslu. Búið er að rífa 600 tonn af brotajárni úr skipinu og annað eins er eftir.

mbl.is heilsaði upp á Fernöndu í síðasta sinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert