Kennarar styðja kjarabaráttu undirmanna Herjólfs

Þing Kennarasambands Íslands harmar inngrip stjórnvalda.
Þing Kennarasambands Íslands harmar inngrip stjórnvalda.

Sjötta þing Kenn­ara­sam­bands Íslands lýs­ir yfir full­um stuðningi við und­ir­menn á Herjólfi í yf­ir­stand­andi kjara­bar­áttu þeirra. Enn­frem­ur er laga­setn­ing stjórn­valda for­dæmd. Þetta kem­ur fram í álykt­un sem þingið hef­ur samþykkt.

„Slík laga­setn­ing á lög­lega boðaða verk­stöðvun er óá­sætt­an­leg og kem­ur í veg fyr­ir að raun­veru­leg lausn fá­ist með frjáls­um samn­ing­um hags­munaaðila.

Þing Kenn­ara­sam­bands Íslands harm­ar inn­grip stjórn­valda enda eru þau and­stæð stjórn­ar­skrár­vörðum samn­ings­rétti. Sá samn­inga­rétt­ur er mik­il­væg­asta tæki launa­fólks til að ná fram bætt­um kjör­um,“ seg­ir enn­frem­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka