Sjötta þing Kennarasambands Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við undirmenn á Herjólfi í yfirstandandi kjarabaráttu þeirra. Ennfremur er lagasetning stjórnvalda fordæmd. Þetta kemur fram í ályktun sem þingið hefur samþykkt.
„Slík lagasetning á löglega boðaða verkstöðvun er óásættanleg og kemur í veg fyrir að raunveruleg lausn fáist með frjálsum samningum hagsmunaaðila.
Þing Kennarasambands Íslands harmar inngrip stjórnvalda enda eru þau andstæð stjórnarskrárvörðum samningsrétti. Sá samningaréttur er mikilvægasta tæki launafólks til að ná fram bættum kjörum,“ segir ennfremur.