Stjórn Flugvirkjafélags Íslands segir að lagasetning sem Alþingi samþykkti til að fresta verkfalli undirmanna á Herjólfi sé ekki einsdæmi. Bent er á að Alþingi hafi stöðvað verkfall flugvirkja hjá Icelandair fyrir fjórum árum. Það verkfall hafi verið boðað á löglegan máta og og hafði einungis staðið yfir í nokkrar klukkstundir.
Stjórnin segir að hagsmunir sterkari aðilans séu látnir ráða og launþegar séu beittir mannréttindabrotum.
„Í báðum tilfellum eru lögin sett með miklu hraði, án tillits til mótraka fulltrúa launþega og án skírskotunar til neinna laga eða reglna er stutt gæti svo gerræðislegan gjörning. Reyndar er það álit stjórnar að lagasetning sem þessi brjóti gegn þeim lögum er kveða á um funda- og félagafrelsi, þ.e. 11.gr Mannréttindasáttmála Evrópu er hefur lagagildi á Íslandi og einnig gegn ákvæði Stjórnarskrár Íslands um félagafrelsi.
Í báðum tilfellum er kveðið á um að ekki megi koma til skerðingar á félagafrelsi nema nauðsyn krefji vegna þjóðaröryggis, almannaheilla, hættu á glundroða eða glæpum, o.s.frv. Ekki er gert ráð fyrir að skerða megi þetta frelsi vegna hagsmuna einkaaðila eða fyrirtækja,“ segir í tilkynningu frá stjórn FVFÍ.
<span>„Þarna er akkúrat pottur brotinn í mati stjórnvalda. Hagsmunir sterkari aðilans eru látnir ráða og launþegar beittir mannréttindabrotum í leiðinni. Ef fram fer sem horfir verða íslensk stjórnvöld fljótlega að grípa til varna fyrir Mannréttindadómstólnum í Strassbourg,“ segir ennfremur.Þá er vísað í texta <a href="http://www.althingi.is/altext/143/s/0908.html" target="_blank">nýju laganna</a>.</span>Þá segir, að til að bíta höfuðið af skömminni megi sjá að löggjafanum hafi ekki þótt nóg að gert í fyrri lögum því að hegningarákvæðum hafi verið bætt við hinn annars samhljóða texta frá lagasetningunni gegn flugvirkjum.