Launþegar beittir mannréttindabrotum

Alþingi samþykkti eftir miðnætti í fyrrinótt lög sem frestuðu verkfallsaðgerðum …
Alþingi samþykkti eftir miðnætti í fyrrinótt lög sem frestuðu verkfallsaðgerðum undirmanna á Herjólfi til 15. september. Forseti Íslands staðfesti lögin í gær. mbl.is/RAX

Stjórn Flug­virkja­fé­lags Íslands seg­ir að laga­setn­ing sem Alþingi samþykkti til að fresta verk­falli und­ir­manna á Herjólfi sé ekki eins­dæmi. Bent er á að Alþingi hafi stöðvað verk­fall flug­virkja hjá Icelanda­ir fyr­ir fjór­um árum. Það verk­fall hafi verið boðað á lög­leg­an máta og og hafði ein­ung­is staðið yfir í nokkr­ar klukk­stund­ir.

Stjórn­in seg­ir að hags­mun­ir sterk­ari aðilans séu látn­ir ráða og launþegar séu beitt­ir mann­rétt­inda­brot­um.

„Í báðum til­fell­um eru lög­in sett með miklu hraði, án til­lits til mótraka full­trúa launþega og án skír­skot­un­ar til neinna laga eða reglna er stutt gæti svo ger­ræðis­leg­an gjörn­ing. Reynd­ar er það álit stjórn­ar að laga­setn­ing sem þessi brjóti gegn þeim lög­um er kveða á um funda- og fé­laga­frelsi, þ.e. 11.gr Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu er hef­ur laga­gildi á Íslandi og einnig gegn ákvæði Stjórn­ar­skrár Íslands um fé­laga­frelsi.

Í báðum til­fell­um er kveðið á um að ekki megi koma til skerðing­ar á fé­laga­frelsi nema nauðsyn krefji vegna þjóðarör­ygg­is, al­manna­heilla, hættu á glundroða eða glæp­um, o.s.frv.  Ekki er gert ráð fyr­ir að skerða megi þetta frelsi vegna hags­muna einkaaðila eða fyr­ir­tækja,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá stjórn FVFÍ. 

Þá seg­ir, að til að bíta höfuðið af skömm­inni megi sjá að lög­gjaf­an­um hafi ekki þótt nóg að gert í fyrri lög­um því að hegn­ing­ar­á­kvæðum hafi verið bætt við hinn ann­ars sam­hljóða texta frá laga­setn­ing­unni gegn flug­virkj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka