Sækja mikið slasaða skíðakonu

mbl.is/Ómar

Björgunarsveitir frá Ólafsfirði, Siglufirði og Dalvík hafa verið kallaðar út vegna skíðakonu sem liggur slösuð fyrir ofan Ólafsfjarðarmúla. Um er að ræða erlenda fjallaskíðakonu og virðist hún töluvert slösuð en er þó ekki talin í lífshættu.

Þyrla ferðaþjónustufyrirtækis er á staðnum og mun fljúga á móti björgunarfólki og flytja það á slysstað. Þar mun það búa um konuna til flutnings með þyrlunni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert