Herjólfsmenn mættu til vinnu

Herjólfur siglir frá Vestmannaeyjum í Landeyjarhöfn
Herjólfur siglir frá Vestmannaeyjum í Landeyjarhöfn mbl.is/Rax

Vakta­skipti urðu á Herjólfi í dag, og mætti ný vakt und­ir­manna til vinnu heil heilsu. Ólaf­ur William Hand, upp­lýs­inga­full­trúi Eim­skips, seg­ist vona að sá hluti áhafn­ar sem glímdi við veik­indi nái full­um bata áður en þeir taka aft­ur við vakt­inni eft­ir 5 daga.

Und­an­farna tvo daga hafa und­ir­menn á Herjólfi all­ir verið frá vinnu vegna veik­inda, en þeir veikt­ust skyndi­lega nótt­ina eft­ir að Alþingi samþykkti lög um að grípa inn í kjara­deilu þeirra við Eim­skip með því að fresta frek­ari verk­fallsaðgerðum til hausts.

Tveir vakta­hóp­ar eru á Herjólfi og í dag mætti hinn hóp­ur­inn til vinnu. Hin veiku eru enn heima en eiga næst að mæta til vinnu eft­ir 5 daga.

Frek­ari samn­inga­fund­ir hafa ekki verið boðaðir sem stend­ur í kjara­deil­unni. Ólaf­ur seg­ir að ekki hafi gef­ist tími til þess því for­gangs­atriði hafi verið að koma skip­inu í sigl­ingu sam­kvæmt áætl­un. Nú verði næstu skref í viðræðunum skoðuð í fram­hald­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka