Herjólfsmenn mættu til vinnu

Herjólfur siglir frá Vestmannaeyjum í Landeyjarhöfn
Herjólfur siglir frá Vestmannaeyjum í Landeyjarhöfn mbl.is/Rax

Vaktaskipti urðu á Herjólfi í dag, og mætti ný vakt undirmanna til vinnu heil heilsu. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, segist vona að sá hluti áhafnar sem glímdi við veikindi nái fullum bata áður en þeir taka aftur við vaktinni eftir 5 daga.

Undanfarna tvo daga hafa undirmenn á Herjólfi allir verið frá vinnu vegna veikinda, en þeir veiktust skyndilega nóttina eftir að Alþingi samþykkti lög um að grípa inn í kjaradeilu þeirra við Eimskip með því að fresta frekari verkfallsaðgerðum til hausts.

Tveir vaktahópar eru á Herjólfi og í dag mætti hinn hópurinn til vinnu. Hin veiku eru enn heima en eiga næst að mæta til vinnu eftir 5 daga.

Frekari samningafundir hafa ekki verið boðaðir sem stendur í kjaradeilunni. Ólafur segir að ekki hafi gefist tími til þess því forgangsatriði hafi verið að koma skipinu í siglingu samkvæmt áætlun. Nú verði næstu skref í viðræðunum skoðuð í framhaldinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert