Hópsýkingar af völdum Ebólaveiru ganga yfir um þessar mundir í Gíneu á vesturströnd Afríku. Þeirra varð þar fyrst vart í byrjun febrúar og síðar hafa tilfelli verið staðfest í Líberíu auk þess sem grunur leikur á tilfellum í Síerra Leone, Malí og Ghana.
Miðað við 4. apríl síðastliðinn höfðu 143 einstaklingar greinst með óstaðfesta Ebólasýkingu í Gíneu og 54 þeirra látist. Í Líberíu hafa greinst 14 slík tilfelli og sjö hinna sýktu hafa látist. En ferðamenn sem koma frá svæðum þar sem Ebólasýkingar hafi orðið vart og fái einkenni hans innan þriggja vikna eftir heimkomu eigi ávallt að leita læknishjálpar og greina frá ferðum sínum
Sóttvarnalæknir greinir frá þessu á heimasíðu landlæknisembættisins.
Þar segir, að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins mæli ekki gegn ferðalögum til áðurnefndra landa enda er smithætta ferðamann hverfandi lítil.
Fram kemur, að Ebólasýking sé blæðandi veiruhitasótt með hárri dánartíðni, eða allt 90%. Einkennin lýsi sér með skyndilegum hita, veikindatilfinningu, vöðvaverkjum, hálssærindum, uppköstum, útbrotum og marblettum. Blæðingar sem geti skemmt innri líffæri leiða jafnan til dauða.