Fundur boðaður fljótlega

mbl.is/Eggert

Fund­ur verður boðaður á fljót­lega hjá Rík­is­sátta­semj­ara vegna kjara­deilu und­ir­manna á Herjólfi sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá embætt­inu. Jón­as Garðars­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands, seg­ir í sam­tali við mbl.is að beðið sé eft­ir því að sátta­semj­ari boði til fund­ar. Málið sé á for­ræði hans.

„Menn eru bara að nýta þann frest sem gef­inn hef­ur verið til þess að ná samn­ing­um og í raun og veru bara að sjá hvað hægt er að gera,“ seg­ir Ólaf­ur Willam Hand, upp­lýs­inga­full­trúi Eim­skips, spurður um stöðuna. „Menn hljóta að fara að hitt­ast hvað úr hverju. Alla­vega til þess að sjá hvað er að ger­ast.“ Rík­is­sátta­semj­ari hafi verið í sam­bandi við aðila máls­ins þó ekki hafi verið boðaður form­leg­ur fund­ur.

Lög voru sett á verk­fall þeirra af Alþingi í byrj­un þessa mánaðar og í kjöl­farið til­kynntu nokkr­ir und­ir­menn á Herjólfi veik­indi. Voru staðgengl­ar fengn­ir í þeirra stað. Tvær vakt­ir eru á skip­inu og eiga und­ir­menn­irn­ir sem til­kynntu veik­indi að mæta á vakt á morg­un. Ólaf­ur seg­ist aðspurður ekki vita til ann­ars en að sú verði raun­in.

„Þeir eiga að koma til vinnu á morg­un. Við vit­um ekki til ann­ars en að þeir muni mæta. Þeir hafa alla­vega ekki til­kynnt for­föll.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert