Mættir frískir til vinnu

mbl.is/GSH

„Þetta er bara allt eins og það á að vera. Skipið siglir bara og engar óvæntar uppákomur.“

Þetta segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, í samtali við mbl.is spurður hvort undirmenn á Herjólfi, sem tilkynntu veikindi í kjölfar þess að Alþingi setti lög á verkfall undirmanna á skipinu í byrjun mánaðarins, hefðu mætt til vinnu í morgun.

Eins og mbl.is greindi frá í gær hófst vakt umræddra starfsmanna í dag og var haft eftir Ólafi í gær að ekki væri vitað annað en að þeir mættu til vinnu. Engin forföll hefðu í það minnsta verið boðuð. Þegar veikindin voru tilkynnt fyrr í mánuðinum var brugðið á það ráð að fá afleysingarfólk til þess að manna störfin á Herjólfi.

Samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkissáttasemjara hefur verið boðaður fundur á milli aðila í kjaradeilu undirmanna á Herjólfi næstkomandi mánudag klukkan 11:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka