Rannsókn á máli þar sem karlmanni á fertugsaldri var haldið fögnum á heimili sínu í Kópavogi þann 24. febrúar sl. er ekki lokið, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns. Rannsókn málsins er þó langt á veg komin.
Maðurinn var barinn og pyntaður og voru fimm handteknir í kjölfarið, fjórir karlmenn og ein kona. Tveir karlmenn voru útskurðaðir í gæsluvarðhald en ekki þótti ástæða til að framlengja gæsluvarðhald yfir þeim. Fólkið hefur allt komið við sögu lögreglu áður.
Líkamsárásin þótti nokkuð alvarleg en maðurinn var þó ekki lífshættulega slasaður eftir árásina.