Rétt að víkja Snorra úr starfi

Snorri Óskarsson.
Snorri Óskarsson.

Bæjarráð Akureyrarbæjar telur að þrátt fyrir úrskurð innanríkisráðuneytisins um að ólögmætt hafi verið að víkja Snorra Óskarssyni úr starfi kennara við Brekkuskóla á Akureyri vegna bloggskrifa hans um samkynhneigða hafi það verið rétt ákvörðun. Snorra var vikið úr starfi sínu árið 2012 en greint var frá úrskurði ráðuneytisins í gær.

„Þrátt fyrir niðurstöðu innanríkisráðuneytisins telur bæjarráð að rétt hafi verið að víkja Snorra Óskarssyni frá störfum þar sem fordómafull skrif hans um samkynhneigða samrýmast ekki stöðu hans sem kennara barna í skyldunámi. Bæjarráð felur bæjarlögmanni að kanna næstu skref,“ segir í bókun bæjarráðs.

Þá segir að Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Gunnar Gíslason fræðslustjóri hafi mætt á fund bæjarráðs vegna málsins.

Fundargerð bæjarráðs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka