Sjóðirnir fjórir sem lifðu af

Formaður rannsóknarnefndarinnar fer yfir helstu niðurstöðu.
Formaður rannsóknarnefndarinnar fer yfir helstu niðurstöðu. mbl.is/Árni Sæberg

Fjór­ir spari­sjóðir starfa enn og eru ekki í eigu rík­is­sjóðs. Það eru Spari­sjóður Suður-Þing­ey­inga, Spari­sjóður Höfðhverf­inga, Spari­sjóður Stranda­manna og Afl spari­sjóður. Rík­is­sjóður á eign­ar­hlut í fimm spari­sjóðum og fer Banka­sýsla rík­is­ins með eign­ar­hlut rík­is­ins í þeim. Eign­ar­hlut­ur­inn er stærst­ur í spari­sjóðunum sem voru með hæst hlut­fall út­lána í er­lendri mynt eða minnsta dreif­ingu fjár­eigna.

Þetta kem­ur fram í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is, um aðdrag­anda og or­sök erfiðleika og falls spari­sjóðanna. 

Fall og rekstr­ar­erfiðleika spari­sjóðanna má rekja til þess hvernig eigna­safn þeirra var sam­sett og hvernig þeir voru fjár­magnaðir. Al­mennt má segja að þeir spari­sjóðir sem höfðu hátt hlut­fall lána í er­lendri mynt í út­lána­safni sínu hafi þurft að færa út­lán­in meira niður en aðrir.

Með setn­ingu neyðarlag­anna og yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar 6. októ­ber 2008 var inn­lán­um veitt auk­in vernd til þess að auka trú al­menn­ings og fjár­festa á fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Þeir spari­sjóðir sem höfðu að mestu leyti fjár­magnað sig með inn­lán­um nutu góðs af þessu, seg­ir í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­irn­ar. Spari­sjóðir sem þurftu að ræða end­ur­skipu­lagn­ingu skulda sinna við er­lenda banka áttu erfiðara vik en þeir sem semja þurftu um skuld­ir við stjórn­völd.

Hjá þrem­ur spari­sjóðum fór eig­in­fjár­hlut­fall ekki und­ir 8% eft­ir fall bank­anna. Tveir þeirra, Spari­sjóður Suður-Þing­ey­inga og Spari­sjóður Höfðhverf­inga, voru með lágt hlut­fall geng­is­bund­inna út­lána og fjár­eigna en hátt hlut­fall inn­lána og fjár­mögn­un­ar frá Íbúðalána­sjóði. Sá þriðji, Spari­sjóður Stranda­manna, færði geng­is­bund­in út­lán sín ekki niður að fullu fyrr en hann hafði náð samn­ing­um um end­ur­skipu­lagn­ingu er­lendra skulda sinna við Seðlabanka Íslands. Fyr­ir vikið urðu minni breyt­ing­ar á eig­in­fjár­hlut­falli hans en annarra spari­sjóða með svipaða sam­setn­ingu efna­hags­reikn­ings.

Afl spari­sjóður hafði lánað til­tölu­lega mikið í er­lendri mynt og voru þessi út­lán færð niður í lok árs 2008, en við það lækkaði eig­in­fjár­hlut­fall spari­sjóðsins niður fyr­ir 8%. Með samn­ing­um við stærsta stofn­fjár­eig­and­ann, sem jafn­framt var stærsti lán­veit­andi spari­sjóðsins, var eig­in­fjár­hlut­fallið bætt.

Hlut­fall út­lána í er­lendri mynt 33-42%

Hjá stærstu spari­sjóðunum fjór­um var hlut­fall út­lána í er­lendri mynt 33–42% í lok árs 2007, þegar þau náðu há­marki. Hjá þeim voru fjár­eign­ir tölu­vert hærra hlut­fall af eign­um og eig­in fé en í minni spari­sjóðunum og inn­lán höfðu mun minna vægi í fjár­mögn­un þeirra. Áföll­in sem dundu yfir ís­lenskt efna­hags­líf haustið 2008, geng­is­fall krón­unn­ar og van­traust á fjár­mála­mörkuðum, urðu til þess að eigna­safn stærri spari­sjóðanna féll hratt í virði og þeir áttu erfitt með að end­ur­fjármagna lán­tök­ur sín­ar. Viðræður þeirra við er­lenda kröfu­hafa gengu hægt og til­raun­ir til þess að bæta eig­in­fjár­stöðu þeirra mistók­ust, enda héldu eigna­söfn­in áfram að rýrna eft­ir því sem lengra leið frá falli bank­anna, seg­ir í skýrsl­unni. Ókleift reynd­ist að leysa úr skulda­mál­um þeirra og Fjár­mála­eft­ir­litið tók yfir vald stofn­fjár- og hluta­hafa­funda þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka