Vilja ekki valda áfelli að ósekju

00:00
00:00

Rann­sókn­ar­nefnd­in um spari­sjóðina vildi lítið tjá sig um mál­in sem send voru til sak­sókn­ara í dag þar sem það gæti spillt rann­sókn­um. Þá voru nefnd­ar­menn spurðir af hverju víða væri fjallað nafn­laust um ein­stak­linga og fyr­ir­tæki sem þeir sögðu að væri vegna sam­keppn­is­sjón­ar­miða og annarra hags­muna.

„Þar sem um er að ræða fé­lög sem eru gjaldþrota eða hafa engra hags­muna að gæta þar er vissu­lega fjallað um þau und­ir nafni og þess hátt­ar, en í ein­hverj­um til­vik­um þar sem við reyn­um að gæta sam­keppn­is­sjón­ar­miða og þeirra sjón­ar­miða að þarna er um að ræða viðkvæm­ar fjár­hags­upp­lýs­ing­ar... þá höf­um við farið þá leið að nafn­greina þá ekki,“ sagði Hrann­ar Haf­berg formaður nefnd­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka