„Þetta hefur verið góð hefð og persónulega fyndist mér það leiðinlegt ef hún legðist af,“ segir Dag Wernø Holter, sendiherra Noregs á Íslandi, um þá ákvörðun borgarstjórnar Óslóar að hætta að senda jólatré frá Noregi til Íslands.
Holter vill halda í hefðina og segir Óslóarbúa vilja fara nýjar leiðir í að afhenda Reykvíkingum jólatré, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Hann vonast eftir sátt í málinu og segir að til greina komi að næsta jólatré komi úr borgarlandi Reykjavíkur. Norðmenn muni þá bera allan kostnað af því að koma trénu fyrir á Austurvelli.