Komu manninum til bjargar

Vatnajökull. Mynd úr safni.
Vatnajökull. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Veiki leiðang­urs­maður­inn sem hugðist þvera jök­ul­inn frá Snæ­felli til Grím­s­vatna er nú á leiðinni til Eg­ilsstaða en björg­un­ar­sveit­ir á Aust­ur­landi komu að hon­um á Vatna­jökli um klukk­an hálf tíu nú í kvöld.

Hann er ekki al­var­lega veik­ur en er þó mjög slapp­ur, að sögn Friðriks Jónas­ar Friðriks­son­ar, sem sit­ur í svæðis­stjórn björg­un­ar­sveita á Aust­ur­landi.

Björg­un­ar­sveit­in Ein­ing á Breiðdals­vík fór um­svifa­laust með veika mann­inn til Eg­ilsstaða, en bíll frá Héraði er einnig á leið með þrjá ferðafé­laga þess sjúka til byggða.

Aðstæður eru erfiðar á jökli, en til að mynda komst Björg­un­ar­fé­lagið á Höfn ekki að hópn­um í dag sök­um erfiðra aðstæðna en sveit­in var með lyf fyr­ir mann­inn meðferðis, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Slysa­varn­ar­fé­lag­inu Lands­björg.

Farið var á jök­ul frá Héraði, Seyðis­firði, Breiðdals­vík og Höfn, á fimm jepp­um og tveim­ur vélsleðum. Leiðinda­veður og -færð er á jökli og nokk­ur ný­fall­inn snjór og var því ákveðið að senda bjarg­ir fleiri en eina leið á jök­ul.

Síma­sam­band var við hóp­inn og væsti ekki um menn­ina, enda eru þeir vel bún­ir og reynd­ir ferðamenn.

Fjór­ar björg­un­ar­sveit­ir af Aust­ur­landi hafa tekið þátt í aðgerðinni sem staðið hef­ur frá klukk­an 17 í dag. Sveit­ir á svæðinu hafa einnig verið úti í ófærðaraðstoð, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni, þar sem fjöldi öku­manna hef­ur lent í erfiðleik­um í kvöld á Fjarðar­heiði, í Oddsk­arði, á Há­reksstaðarleið, við Bisk­ups­háls og í Bósltaðar­hlíðarbrekku.

Frétt mbl.is: Veik­ur maður á Vatna­jökli

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka