Mistök að leggja fé í SpKef

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið mistök að leggja þrjátíu milljarða króna í Sparisjóð Keflavíkur. „Það var aldeilis ekki góð ráðstöfun,“ sagði hann í umræðum um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna í dag. 

Fram kemur í skýrslunni að mesti kostnaðurinn sem fallið hefur á ríkið vegna hruns sparisjóðanna hafi verið vegna falls Sparisjóðs Keflavíkur.

Hann var fyrst reistur á rústum Sparisjóðs Keflavíkur en varð síðan gjaldþrota og tók Landsbankinn þá starfsemi hans yfir. Á þeim tíma var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Sér ekki eftir neinu

Í ræðu sinni í dag sagðist Steingrímur ekki sjá eftir neinu því sem gert hefði verið til að viðhalda sparisjóðunum sem hluta af fjármálaþjónustu Íslendinga.

Hann sagði jafnframt að reynslan hefði sýnt að sparisjóðakerfið hefði reynst okkur vel, sér í lagi þegar sjálf sparisjóðahugsjónin hefði verið í hávegum höfð. Þess vegna hefði verið ákveðið að standa vörð um sparisjóðakerfið.

Steingrímur gagnrýndi enn fremur þá sem reyndu nú ekki að varpa ljósi á sjálfar ófarirnar, heldur einblíndu þess í stað á það hvernig menn reyndu að vinna úr ósköpunum.

Málin verði upplýst

Í ræðu sinni gagnrýndi Þorsteinn skýrsluhöfundana fyrir að gefa ekki upp hvaða 21 máli þeir hefðu vísað til ríkissaksóknara. Eðlilegt væri að upplýsa um það. „Það felst engin sakbending eða sakfelling í því,“ sagði Þorsteinn.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna.
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert