Mistök að leggja fé í SpKef

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

Þor­steinn Sæ­munds­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir það hafa verið mis­tök að leggja þrjá­tíu millj­arða króna í Spari­sjóð Kefla­vík­ur. „Það var al­deil­is ekki góð ráðstöf­un,“ sagði hann í umræðum um skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is um fall spari­sjóðanna í dag. 

Fram kem­ur í skýrsl­unni að mesti kostnaður­inn sem fallið hef­ur á ríkið vegna hruns spari­sjóðanna hafi verið vegna falls Spari­sjóðs Kefla­vík­ur.

Hann var fyrst reist­ur á rúst­um Spari­sjóðs Kefla­vík­ur en varð síðan gjaldþrota og tók Lands­bank­inn þá starf­semi hans yfir. Á þeim tíma var Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra.

Sér ekki eft­ir neinu

Í ræðu sinni í dag sagðist Stein­grím­ur ekki sjá eft­ir neinu því sem gert hefði verið til að viðhalda spari­sjóðunum sem hluta af fjár­málaþjón­ustu Íslend­inga.

Hann sagði jafn­framt að reynsl­an hefði sýnt að spari­sjóðakerfið hefði reynst okk­ur vel, sér í lagi þegar sjálf spari­sjóðahug­sjón­in hefði verið í há­veg­um höfð. Þess vegna hefði verið ákveðið að standa vörð um spari­sjóðakerfið.

Stein­grím­ur gagn­rýndi enn frem­ur þá sem reyndu nú ekki að varpa ljósi á sjálf­ar ófar­irn­ar, held­ur ein­blíndu þess í stað á það hvernig menn reyndu að vinna úr ósköp­un­um.

Mál­in verði upp­lýst

Í ræðu sinni gagn­rýndi Þor­steinn skýrslu­höf­und­ana fyr­ir að gefa ekki upp hvaða 21 máli þeir hefðu vísað til rík­is­sak­sókn­ara. Eðli­legt væri að upp­lýsa um það. „Það felst eng­in sak­bend­ing eða sak­fell­ing í því,“ sagði Þor­steinn.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna.
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þingmaður Vinstri grænna. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka