Þrjár nætur þurfi að líða

Jón Þór Ólafsson ásamt fleiri þingmönnum.
Jón Þór Ólafsson ásamt fleiri þingmönnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þing­menn úr röðum allra stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna hafa lagt fram frum­varp á Alþingi til breyt­inga á lög­um um fund­ar­sköp þings­ins og lög­um um rann­sókn­ar­nefnd­ir þess efn­is að þrjár næt­ur hið minnsta verði að líða frá því að loka­skýrsla rann­sókn­ar­nefnd­ar á veg­um Alþing­is er birt þar til hún er tek­in til umræðu í þing­inu. Minnt er á í grein­ar­gerð með frum­varp­inu að Alþingi og ein­stök­um þing­mönn­um sé ætlað að hafa eft­ir­lit með fram­kvæmda­vald­inu sam­kvæmt þingsköp­um.

„Til að sinna þessu stjórn­ar­skrár­bundna eft­ir­lits­hlut­verki hafa þing­menn og þing­nefnd­ir m.a. heim­ild í þingsköp­um til að kalla eft­ir skýrsl­um og fá umræðu um þær í þing­inu. Til að eft­ir­lits­hlut­verk­inu sé sinnt með sóma þurfa þing­menn að geta kynnt sér efni skýrslu vel fyr­ir umræðu í þingsal. Það eru því óvönduð þingsköp sem heim­ila þing­for­seta að setja lang­ar og ít­ar­leg­ar rann­sókn­ar­skýrsl­ur á dag­skrá degi eft­ir birt­ingu. Flutn­ings­menn vilja með þessu frum­varpi laga þá brota­löm og bæta þannig störf Alþing­is,“ seg­ir enn­frem­ur í grein­ar­gerð.

Fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins er Jón Þór Ólafs­son þingmaður Pírata en meðflutn­ings­menn Birgitta Jóns­dótt­ir og Helgi Hrafn Gunn­ars­son þing­menn Pírata, Edw­ard H. Huij­bens varaþingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, Guðbjart­ur Hann­es­son, Val­gerður Bjarna­dótt­ir og Össur Skarp­héðins­son þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Guðmund­ur Stein­gríms­son og Bryn­hild­ur Pét­urs­dótt­ir þing­menn Bjartr­ar framtíðar.

Frum­varpið í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert