Sparisjóðshugsjónin deyi ekki

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég vona að meðhöndl­un nefnd­anna sem um þessa skýrslu munu fjalla verði góð og að það komi góð nefndarálit. Ég vona að við mun­um draga lær­dóm af þessu. Ég vona að sér­stak­ur sak­sókn­ari fari af rögg­semi í þau mál sem að hon­um er beint. Og svo vona ég að þetta allt sam­an verði ekki til þess að spari­sjóðshug­sjón­in falli niður dauð.“

Þetta sagði Guðmund­ur Stein­gríms­son, formaður Bjartr­ar framtíðar, á Alþingi í dag í umræðum um rann­sókn­ar­skýrslu um spari­sjóðina. „Því hún er fal­leg, um það að fólk leggi sam­an í púkk og nýti sam­vinn­una og sam­hæf­ing­ar­mátt­inn til þess að koma á feg­urra mann­lífi og góðu sam­fé­lagi.“ Guðmund­ur sagðist ann­ars ekki hafa náð að kynna sér skýrsl­una ít­ar­lega. En al­mennt sagði hann skýrsl­una lýsa áhættu­sækni, meðvirkn­inni í ís­lensku sam­fé­lagi og óhófi. Sömu­leiðis óraun­sæi og virðing­ar­leysi fyr­ir hefðbundn­um gild­um í fjár­mála­lífi sem og fyr­ir spari­sjóðshug­sjón­inni.

Þá sagðist Guðmund­ur hafa áhyggj­ur af því að ekki yrði dreg­inn lær­dóm­ur af skýrsl­unni frek­ar en öðrum slík­um skýrsl­um. Þarna hefði verið sótt í sam­eig­in­leg­an sjóð sem hafi verið hugsaður til þess að sinna sam­fé­lags­leg­um verk­efn­um. Gagn­rýndi hann í því sam­bandi skulda­leiðrétt­ing­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem gerðu bæði ráð fyr­ir mikl­um út­greiðslum úr rík­is­sjóði til þess í raun að fjár­magna einka­neyslu. Þær gerðu einnig ráð fyr­ir að farið væri í líf­eyr­is­sjóði lands­manna sem einnig væru sam­eig­in­leg­ir sjóðir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka