„Stay classy Alþingi“

„Alþingi kall­ar eft­ir skýrslu til að hafa eft­ir­lit með stjórn­völd­um sem hafa hús­bónda­vald yfir þing­for­seta sem set­ur skýrsl­una sem fyrst und­ir stól. Stay classy Alþingi,“ skrif­ar Jón Þór Ólafs­son, þingmaður Pírata, sem fjall­ar um nýja skýrslu nefnd­ar um rann­sókn á or­sök­um og falli spari­sjóðanna.

Skýrsl­an var gerð op­in­ber í gær og þing­menn ræddu efni henn­ar á Alþingi í dag.

Jón Þór bend­ir á að í 49. gr. þing­skap­ar­laga sé fjallað um eft­ir­lits­störf Alþing­is, en þar seg­ir „Alþingi, þing­nefnd­ir og ein­stak­ir alþing­is­menn hafa eft­ir­lit með störf­um fram­kvæmd­ar­valds­ins.“ Ákvæðinu sé ætlað að upp­fylla 14. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar.

„Til að sinna þessu stjórn­ar­skrár­bundna eft­ir­lits­hlut­verki hafa þing­menn og þing­nefnd­ir m.a. heim­ild í þingsköp­um til að kalla eft­ir skýrsl­um og fá umræðu um þær í þing­inu. Til að eft­ir­lits­hlut­verk­inu sé sinnt með sóma þurfa þing­menn að geta kynnt sér efni skýrslu vel fyr­ir umræðu í þingsal. Það eru því óvönduð þingsköp sem heim­ila þing­for­seta að setja lang­ar og ít­ar­leg­ar rann­sókn­ar­skýrslu á dag­skrá degi eft­ir birt­ingu. Flutn­ings­menn vilja með þessu frum­varpi laga þá brota­löm og bæta þannig störf Alþing­is,“ skrif­ar Jón Þór.

Hann vís­ar til þess að þing­menn allra stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna á Alþingi hafi lagt fram laga­frum­varp um að „ekki skal taka loka­skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar til umræðu í þing­inu fyrr en í fyrsta lagi þrem­ur nótt­um eft­ir birt­ingu henn­ar.“




mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert