„Stay classy Alþingi“

„Alþingi kallar eftir skýrslu til að hafa eftirlit með stjórnvöldum sem hafa húsbóndavald yfir þingforseta sem setur skýrsluna sem fyrst undir stól. Stay classy Alþingi,“ skrifar Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sem fjallar um nýja skýrslu nefndar um rannsókn á orsökum og falli sparisjóðanna.

Skýrslan var gerð opinber í gær og þingmenn ræddu efni hennar á Alþingi í dag.

Jón Þór bendir á að í 49. gr. þingskaparlaga sé fjallað um eftirlitsstörf Alþingis, en þar segir „Alþingi, þingnefndir og einstakir alþingismenn hafa eftirlit með störfum framkvæmdarvaldsins.“ Ákvæðinu sé ætlað að uppfylla 14. gr. stjórnarskrárinnar.

„Til að sinna þessu stjórnarskrárbundna eftirlitshlutverki hafa þingmenn og þingnefndir m.a. heimild í þingsköpum til að kalla eftir skýrslum og fá umræðu um þær í þinginu. Til að eftirlitshlutverkinu sé sinnt með sóma þurfa þingmenn að geta kynnt sér efni skýrslu vel fyrir umræðu í þingsal. Það eru því óvönduð þingsköp sem heimila þingforseta að setja langar og ítarlegar rannsóknarskýrslu á dagskrá degi eftir birtingu. Flutningsmenn vilja með þessu frumvarpi laga þá brotalöm og bæta þannig störf Alþingis,“ skrifar Jón Þór.

Hann vísar til þess að þingmenn allra stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hafi lagt fram lagafrumvarp um að „ekki skal taka lokaskýrslu rannsóknarnefndar til umræðu í þinginu fyrr en í fyrsta lagi þremur nóttum eftir birtingu hennar.“




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert