Ítrekað varað við tapi

Tilraunir til að bjarga Sparisjóðnum í Keflavík mistókust.
Tilraunir til að bjarga Sparisjóðnum í Keflavík mistókust.

Fjár­mála­eft­ir­litið og Seðlabanki Íslands vöruðu ít­rekað við al­var­legri stöðu Spari­sjóðsins í Kefla­vík frá og með árs­byrj­un 2009 og þar til ríkið tók hann yfir í apríl 2010.

Við yf­ir­tök­una varð til nýr sjóður, SpKef. Fram kom í grein­ingu þess­ara aðila að spari­sjóður­inn upp­fyllti ekki regl­ur um lög­bundið eigið fé.

Þrátt fyr­ir það var gerð til­raun til að end­ur­reisa hann. Það bar ekki ár­ang­ur. SpKef átti sér ekki lífs­von og rann því inn í Lands­bank­ann 2011. Um þetta er fjallað í skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is um spari­sjóðina en þar er rifjað upp að Mats Jos­efs­son, efna­hags­ráðgjafi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, taldi mis­tök við end­ur­skipu­lagn­ingu sjóðsins geta leitt til „sóun­ar á al­manna­fé“.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert