Viðurkenna brot Gijsen í Hollandi

Jóhannes Gijsen.
Jóhannes Gijsen. mbl.is/Sverrir

Jóhannes M. Gijsen, fyrrverandi biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, braut gegn tveimur ungum drengjum á árunum 1958 til 1961. Þetta kemur fram í hollenskum fjölmiðlum sem vísa í yfirlýsingu sem nefnd innan kaþólsku kirkjunnar í Roermond hefur sent frá sér.

Frans Wiertz, biskup í Roermond, hefur beðið hlutaðeigandi afsökunar vegna málsins. Fram kemur í fjölmiðlum í Hollandi að ásakanir á hendur Gijsen um kynferðisbrot gegn börnum hafi nú verið staðfestar.

Nefnd á vegum kirkjunnar rannsakaði meint brot biskupsins. Fram kemur á niðurstaðan sé vel rökstudd, en um er að ræða brot sem voru framin á árunum 1958 til 1959 og árið 1961, en þá starfaði Gijsen sem prestur. 

Gijsen var biskup kaþólsku kirkjunnar í Roermond frá 1972 til 1993. Frá 1995 til 2007 var hann biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. 

Gijsen lést í klaustri Karmelsystra í Sittard í Hollandi júní í fyrra, áttræður að aldri.

Umfjöllun í hollenskum fjölmiðlum um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert