Banaslys í Hrafntinnuskeri

mbl.is

Maðurinn sem slasaðist við Hrafntinnusker í morgun er látinn. Maðurinn var á vélsleða og fór fram af snjóhengju. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá lögreglunni á Hvolsvelli.

Björgunarsveitarmenn frá Landsbjörg voru kallaðir út vegna slyssins. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór einnig á slysstað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert