Hafa mánuð til að reiða fram milljónir

Eldri borgarar á ferð í Hafnarfirði.
Eldri borgarar á ferð í Hafnarfirði. mbl.is/Ómar

Íbúar í öldrun­ar­miðstöðinni Höfn í Hafnar­f­irði þurfa að reiða fram á bil­inu 1,5 til 4 millj­ón­ir króna á næstu vik­um til fá að búa áfram í hús­un­um. Þetta kom fram í há­deg­is­frétt­um RÚV. Þar er haft eft­ir stjórn­ar­manni í Hafn­ar­hús­un­um að kaup íbú­anna á íbúa­rétti gangi ekki leng­ur.

Fram kem­ur, að íbú­um Hafn­ar­hús­anna og aðstand­end­um þeirra hafi verið til­kynnt um málið á fundi í gær.

Þar hafi komið fram að hver og einn íbúi þurfi að leysa til sín íbúðirn­ar með því að taka yfir eigna­rétt­inn á þeim og sam­eign­inni, þar sem bygg­inga­sjóður Hafn­ar, sem reki Hafn­ar­hús­in, hafi verið rek­inn með 20 millj­óna króna tapi í fyrra.

Í frétt­inni seg­ir, að þetta þýði að íbú­ar hafi rúm­an mánuð til að reiða fram á bil­inu 1,6 til 4 millj­ón­ir króna, eft­ir því hversu stór­ar íbúðirn­ar séu. Ann­ars gæti Íslands­banki, sem sé kröfu­hafi, leyst hús­in til sín.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert