Hafa mánuð til að reiða fram milljónir

Eldri borgarar á ferð í Hafnarfirði.
Eldri borgarar á ferð í Hafnarfirði. mbl.is/Ómar

Íbúar í öldrunarmiðstöðinni Höfn í Hafnarfirði þurfa að reiða fram á bilinu 1,5 til 4 milljónir króna á næstu vikum til fá að búa áfram í húsunum. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. Þar er haft eftir stjórnarmanni í Hafnarhúsunum að kaup íbúanna á íbúarétti gangi ekki lengur.

Fram kemur, að íbúum Hafnarhúsanna og aðstandendum þeirra hafi verið tilkynnt um málið á fundi í gær.

Þar hafi komið fram að hver og einn íbúi þurfi að leysa til sín íbúðirnar með því að taka yfir eignaréttinn á þeim og sameigninni, þar sem byggingasjóður Hafnar, sem reki Hafnarhúsin, hafi verið rekinn með 20 milljóna króna tapi í fyrra.

Í fréttinni segir, að þetta þýði að íbúar hafi rúman mánuð til að reiða fram á bilinu 1,6 til 4 milljónir króna, eftir því hversu stórar íbúðirnar séu. Annars gæti Íslandsbanki, sem sé kröfuhafi, leyst húsin til sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert