Björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagssins Landsbjargar og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa verið kölluð út vegna vélsleðaslyss sem varð í Hrafntinnuskeri í morgun samkvæmt upplýsingum mbl.is.
Einn maður slasaðist. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.
Hrafntinnusker er einn áfanga á Laugaveginum, vinsælustu gönguleið landsins.