Vissu ekki um brot Gijsen meðan hann var hér

Jóhannes Gijsen.
Jóhannes Gijsen. mbl.is/Sverrir

Kaþólsku kirkj­unni á Íslandi bár­ust eng­ar ásak­an­ir eða ávirðing­ar um ósæmi­lega hátt­semi né kyn­ferðis­brot Jó­hann­es Gij­sen þau tólf ár sem hann þjónaði hér á landi. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá kaþólsku kirkj­unni á Íslandi.

„Hvers kyns of­beldi, hvort held­ur and­legt, lík­am­legt eða kyn­ferðis­legt er með öllu ólíðandi í aug­um Kaþólsku kirkj­unn­ar. Taka verður til­lit til barn­anna, sem eru ein­stak­ling­ar í fullri merk­ingu orðsins, eins og Frans páfi ít­rekaði í dag.

Kaþólsku kirkj­unni á Íslandi varð kunn­ugt um til­kynn­ingu frá bisk­ups­dæmi Roermond í Hollandi varðandi Jó­hann­es heit­inn Gij­sen bisk­up, er andaðist þar í landi í fyrra, í fjöl­miðlum í dag. Rann­sókn­ar­nefnd Reykja­vík­ur­bisk­ups­dæm­is, sem hóf störf sín árið 2011, leitaði til fyrr­ver­andi bisk­ups Gij­sen. Skrif­legt svar barst frá hon­um til nefnd­ar­inn­ar. Kaþólska kirkj­an birti 2. nóv­em­ber 2012 skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar. Eins og nú kem­ur fram í fjöl­miðlum var staðfest að Gij­sen bisk­up lét eyðileggja bréf, sem var þess eðlis að mati hans að ekki þurfti að vista í skjala­safni bisk­ups­dæm­is­ins. Rann­sókn­ar­nefnd­in fjallaði sér­stak­lega um þetta at­vik og taldi ámæl­is­vert. Frétt­ir dags­ins um þetta bréf eru því hvorki óvænt­ar né nýj­ar.

Kaþólsku kirkj­unni á Íslandi bár­ust eng­ar ásak­an­ir eða ávirðing­ar um ósæmi­lega hátt­semi né kyn­ferðis­brot í hans garð þau tólf ár sem hann þjónaði hér á landi. Gij­sen fór á eft­ir­laun árið 2007 og ákvað að verja ævikvöldi sínu hjá Kar­mel­systr­um í Hollandi. Eft­ir brott­för sína kom hann aldrei aft­ur til Íslands.

Kaþólska kirkj­an á Íslandi get­ur ekki tjá sig um mál­efni Gij­sen bisk­ups í Hollandi og því verðum við að vísa í til­kynn­ing­ar frá bisk­ups­dæm­inu í Roermond,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert