Bankinn ekki sett íbúum afarkosti

Skuldir öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar nema 187 milljónum.
Skuldir öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar nema 187 milljónum. mbl.is/Golli

Íslands­banki hef­ur með engu móti sett íbú­um öldrun­ar­miðstöðvar­inn­ar Hafn­ar né for­svars­mönn­um henn­ar afar­kosti, enda er fé­lagið ekki í van­skil­um við bank­ann. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá bank­an­um.

Vegna frétta um mál­efni öldrun­ar­miðstöðvar­inn­ar Hafn­ar í Hafnar­f­irði vill Íslands­banki árétta eft­ir­far­andi:

„Bank­inn tjá­ir sig al­mennt ekki um mál­efni ein­stakra viðskipta­vina en í ljósi fram­setn­ing­ar í  frétt­um um málið hef­ur Öldrun­ar­miðstöðin Höfn veitt bank­an­um leyfi til að koma eft­ir­far­andi  upp­lýs­ing­um á fram­færi.

Íslands­banki hef­ur með engu móti sett íbú­um Hafn­ar né for­svars­mönn­um öldrun­ar­miðstöðvar­inn­ar afar­kosti eins og ýjað hef­ur verið að í fjöl­miðlum, enda er fé­lagið ekki í van­skil­um við bank­ann.

Öldrun­ar­miðstöðin  Höfn leitaði til Íslands­banka um aðstoð vegna fjár­hags­örðug­leika sem fé­lagið glím­ir við og hef­ur aðkoma bank­ans að mál­inu því fyrst og fremst  tengst mögu­leg­um lausn­um á fjár­hags­vanda þess.  Í því felst meðal ann­ars að Íslands­banki hef­ur veitt fé­lag­inu vil­yrði fyr­ir því að aðstoða við fjár­mögn­un mögu­legr­ar lán­veit­ing­ar þess til íbúa Hafn­ar ef á þarf að halda.“

Frétt­ir mbl.is:

Þurfa að reiða fram millj­ón­ir

Harmi slegn­ir íbú­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert