Óbreytt þjónusta í húsunum

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði. mbl.is/Styrmir Kári

Hafn­ar­fjarðarbær er ekki beinn aðili að mál­efn­um öldrun­ar­miðstöðvar­inn­ar Hafn­ar í Hafnar­f­irði að öðru leyti en því að bær­inn á fjór­ar íbúðir í hús­un­um auk kjall­ara. Þetta seg­ir Guðrún Ágústa Guðmunds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar, í sam­tali við mbl.is. Þá þurfi að henn­ar sögn að fara fram viðræður um hvort mat­sal­ur hús­anna sé í eigu bæj­ar­ins eða hluti af sam­eign þeirra.

Eins og greint er frá í Morg­un­blaðinu í dag eru íbú­ar húss­ins harmi slegn­ir eft­ir að á dag­inn kom að þeir þurfi að reiða fram á bil­inu eina og hálfa til fjór­ar millj­ón­ir króna á næstu vik­um til að geta búið áfram í hús­un­um vegna rekstr­ar­erfiðleika Bygg­ing­ar­sjóðs Hafn­ar sem rekið hef­ur hús­in. Það fel­ur einnig í sér að íbú­arn­ir kaupi sam­eign hús­anna. Íbúar hús­anna höfðu áður keypt sér íbúðarrétt í þeim en það fyr­ir­komu­lag geng­ur ekki leng­ur að mati rekstr­araðila þeirra.

„Við erum með þjón­ustu í hús­un­um og það er al­veg á hreinu að bær­inn hef­ur ekki nein­ar fyr­ir­ætlan­ir um að breyta henni,“ seg­ir Guðrún. Næg­ar séu áhyggj­ur íbú­anna samt. Þjón­ust­an fel­ist í rekstri á mat­sal auk þess sem staðið sé fyr­ir fé­lags­starfi. „Við höf­um ekki hugsað okk­ur að breyta neinu hvað það varðar.“

Hins veg­ar þurfi að fara fram viðræður á milli Hafn­ar­fjarðarbæj­ar og Hafn­ar um eign­ar­haldið á mat­saln­um. „Bær­inn á þarna kjall­ar­ann og fjór­ar íbúðir og þá er spurn­ing með þenn­an mat­sal,“ seg­ir hún. Eðli­legt væri að henn­ar mati að taka hann út úr sam­eign­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert