„Það var bara rúllað yfir stöðuna og svo búið,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, um fyrsta fundinn sem haldinn var Herjólfsdeilunni eftir að Alþingi samþykkti lög á verkfallsaðgerðir undirmanna á Herjólfi.
Ríkissáttasemjari boðaði fundinn í dag með fulltrúum samninganefnda Sjómannafélagsins, fyrir hönd starfsmanna Herjólfs, og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Eimskip.
Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara í lok janúar. Þegar hvorki hafði gengið né rekið í lok febrúar voru verkfallsaðgerðir boðaðar frá og með 5. mars. Þegar þeim hafði verið beitt í 3 vikur samþykkti Alþingi lög sem kveða á um að frekari verkfallsaðgerðum á Herjólfi verði frestað fram í september.
Að sögn Jónasar ríkir algjör pattastaða í málinu. „Það má segja að þetta sé komið aftur á byrjunarreit.“ Næsti samningafundur var ekki ákveðinn í dag, en Jónas segist búast við að ríkissáttasemjari muni boða til funda með hálfsmánaðrfresti eða svo.