Munu halda fast í fyrri kröfur

Herjólfur.
Herjólfur. Sigurður Bogi Sævarsson

Formlegur fundur vegna kjaradeilu undirmanna á Herjólfi hófst klukkan 11 í húsnæði ríkissáttasemjara. Þetta er fyrsti fundur í viðræðunum síðan lög voru sett á verkfallið í byrjun þessa mánaðar.

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, sagði í samtali við mbl.is fyrir fundinn að lítið væri að frétta af stöðu deilunnar. Samninganefndin muni halda fast í þær kröfur sem áður hafa verið settar fram og ekki verði slegið af.

Jónas sagði í samtali við mbl.is í síðasta mánuði að í kröfum Sjómannafélags Íslands felist 16% hækkun á grunnkaupi, hækkun á næturvinnuálagi frá 33% upp í 80% og þá vill félagið einnig að starfsmennirnir fái sjómannaafslátt til baka sem var afnuminn um síðustu áramót. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert