Munu halda fast í fyrri kröfur

Herjólfur.
Herjólfur. Sigurður Bogi Sævarsson

Form­leg­ur fund­ur vegna kjara­deilu und­ir­manna á Herjólfi hófst klukk­an 11 í hús­næði rík­is­sátta­semj­ara. Þetta er fyrsti fund­ur í viðræðunum síðan lög voru sett á verk­fallið í byrj­un þessa mánaðar.

Jón­as Garðars­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands, sagði í sam­tali við mbl.is fyr­ir fund­inn að lítið væri að frétta af stöðu deil­unn­ar. Samn­inga­nefnd­in muni halda fast í þær kröf­ur sem áður hafa verið sett­ar fram og ekki verði slegið af.

Jón­as sagði í sam­tali við mbl.is í síðasta mánuði að í kröf­um Sjó­manna­fé­lags Íslands fel­ist 16% hækk­un á grunn­kaupi, hækk­un á næt­ur­vinnu­álagi frá 33% upp í 80% og þá vill fé­lagið einnig að starfs­menn­irn­ir fái sjó­manna­afslátt til baka sem var af­num­inn um síðustu ára­mót. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka