Töldu sig tilneydda í fasteignaútrás ytra

Erfiðleik­ar spari­sjóðanna við að tryggja sér markaðshlut­deild áttu þátt í þeirri ákvörðun stjórn­enda sjóðanna að ráðast í áhættu­söm fast­eignaviðskipti er­lend­is.

Þessu er ít­ar­lega lýst í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is um spari­sjóðina og hvernig sjóðirn­ir tóku að lána ís­lensk­um verk­tök­um sem stóru bank­arn­ir þrír höfðu neitað um fyr­ir­greiðslu, að því  er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu  í Morg­un­blaðinu í dag.

Magnús Ægir Magnús­son, ann­ar stjórn­enda Byrs, sagði í sam­tali við rann­sókn­ar­nefnd­ina að það hefði aðeins verið tímaspurs­mál hvenær sjóðirn­ir lentu í vand­ræðum. Stóru bank­arn­ir hefðu verið „eins og hrægamm­ar um allt og [tekið] öll verk­efni sem komu til sög­unn­ar“.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka