Hinn íslenski Casanova í Game of Thrones

Casanova fékk ullapeysu í fyrra eftir að hann veiktist, en …
Casanova fékk ullapeysu í fyrra eftir að hann veiktist, en Jóhanna telur það hafa bjargað lífi hans meðan enn var kalt. Guðmundur Freyr Kristbergsson

Geithafurinn Casanova hefur lifað nokkuð viðburðaríku lífi miðað við marga aðra íslenska geithafra. Í fyrra var hann nær dauða en lífi þegar hann sýktist alvarlega og missti alla ullina fljótlega eftir fæðingu. Var honum vart hugað líf, en eftir góða umönnun, sýklalyf og ullarpeysur sem hann fékk að láni braggaðist hann mikið.

Það er greinilegt að örlögin ætluðu þessum geithafri eitthvað stærra hlutverk á lífsleiðinni, því síðasta sumar fékk hann, ásamt nokkrum öðrum geitum, hlutverk í Game of Thrones sjónvarpsþáttaröðinni. Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Hvítársíðu, segir í samtali við mbl.is að framleiðendur þáttanna hafi óskað eftir nokkrum geitum í komandi þáttaröð og meðal annars valið Casanova. Segir hún líklegt að hann muni birtast í einhverjum af komandi þáttum, en fjórða þáttaröð er nú til sýningar.

Hún segir að oft þegar veikindi komi upp hjá nýfæddum kiðlingum sé lítið hægt að gera, en í þetta skiptið var heppnin með í för og Casanova fékk að lifa. 

Á Háafelli er stærsta geitabú landsins með 160 huðnur, þar af 150 sem bera. Þessa dagana er burður í fullum gangi, en síðustu daga hafa yfir 50 kiðlingar komið í heiminn.

Casanova var valinn til að leika hlutverk í Game of …
Casanova var valinn til að leika hlutverk í Game of thrones þáttunum þegar þeir voru teknir upp hér á landi í fyrra. Mynd/Geitfjársetrið á Háafelli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert