Gunnar Nelson keppir við tíu í uppgjafarglímu

Gunnar Nelson
Gunnar Nelson Eva Björk Ægisdóttir

„Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að Gunni er upp á tíu…en við ERUM tíu!” segir Sveinn Kjarval, starfsmaður tölvuleikjafyrirtækisins CCP, en á leikjaráðstefnu CCP í byrjun næsta mánaðar mun bardagakappinn Gunnar Nelson keppa við tíu starfsmenn í uppgjafarglímu.

Frá þessu er greint á vefnum MMA fréttir og rætt við Svein. Þar segir að glíma Gunnars við starfsmennina tíu sé hluti af EVE Fanfest sem CCP heldur árlega. Reiknað sé með meira en eitt þúsund gestum sem koma víða að úr heiminum.

Þá segir að eina leiðin til sigurs í uppgjafarglímunum sé uppgjafartak en engin stig verði gefin og engin tímamörk sett. „Við ætlum að vinna, það er ekki flóknara en það,“ segir Sveinn sem titlaður er þjálfari starfsmannanna tíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert