Segja FFR hafa krafist 25,6% hækkunar

Örtröð myndaðist í Leifsstöð þann 8. apríl þegar vinnustöðvun flugmálastarfsmanna …
Örtröð myndaðist í Leifsstöð þann 8. apríl þegar vinnustöðvun flugmálastarfsmanna lauk kl. 9. Þriðja vinnustöðvunin verður í fyrramálið. Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Samtök atvinnulífsins segja að Félag flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) hafi krafist að meðaltali um 25,6% hækkunar launa, en ekki 1% hækkunar, eins og forystumenn FFR hafi haldið fram í fjölmiðlum.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að viðræðum Isavia og FFR hafi verið frestað þar sem enn beri mikið milli aðila og því verði þriðja vinnustöðvunin að veruleika á morgun á Keflavíkurflugvelli.

„Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins og Isavia hefur lagt fram viðamikil tilboð sem fela í sér raunhæfar hækkanir á öllum launaflokkum.  Þeim tilboðum hefur öllum verið hafnað,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir jafnframt að Samtök atvinnulífsins og Isavia vinni samkvæmt þeim áherslum sem aðilar á almennum vinnumarkaði höfðu í sínum samningum, sem miði að því að tryggja kaupmátt í samfélaginu. Samtök atvinnulífsins hafi enn fremur sýnt fullan vilja til gera kjarasamning til lengri tíma en gert hefur verið áður í þessari lotu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka