Milljarður fyrir hvern dag

Verkfall flugvallastarfsmanna gæti orðið þjóðfélaginu dýrt.
Verkfall flugvallastarfsmanna gæti orðið þjóðfélaginu dýrt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samtök atvinnulífsins áætla að gjaldeyristap þjóðarbúsins vegna boðaðs verkfalls flugvallastarfsmanna Isavia muni nema milljarði króna fyrir hvern dag sem flug liggur niðri.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði sem samtökin tóku saman fyrir Isavia um stöðu viðræðna í kjaradeilum Isavia og flugvallastarfsmanna, en í þeim mætast stálin stinn.

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir ljóst að tekjutap þjóðarbúsins verði eitthvað umfram áætlanir samtakanna en erfitt sé að leggja mat á heildarkostnaðinn. „Það er ljóst að þetta hefur töluverð áhrif á útflutning, t.d. ferskfiskútflutning,“ segir hann. „Það er umtalsvert magn af ferskum fiski sem fer út á hverjum degi, þannig að það er í öllu falli alveg ljóst að það verður verulegt tjón ef svo fer að flugumferð til og frá landinu fellur alveg niður,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka