Suðurhliðin ekki möguleiki

Ingólfur Axelsson.
Ingólfur Axelsson. Af Facebook

„Ég verð í Kathmandu á mánudag og tek þá ákvörðun um framhaldið,“ segir Ingólfur Axelsson í samtali við mbl.is spurður hvað taki við varðandi fyrirhugaða ferð hans á topp Everest.

Þó fjallið sé opið samkvæmt ákvörðun stjórnvalda í Nepal er ljóst að engir leiðangrar verða farnir þeim megin á næstunni vegna kjaradeilu leiðsögumanna úr röðum sjerpa við yfirvöld í landinu.

Ingólfur gekk í dag niður til þorpsins Namche Bazar med allann farangur sinn sem er um 32 kílómetra leið en farangurinn vegur 25 kíló. Hann segir ljóst að enginn möguleiki sé á að fara upp suðurhlið fjallsins spurður um hvaða möguleikar kunna að vera í stöðunni.

Fjallið sé opið Nepalmegin samkvæmt orðum forsætisráðherra landsins. „En það mun enginn fara upp.“ Ingólfur segist hins vegar verða í Kathmandu, höfuðborg Nepals, á mánudaginn og þá verði framhaldið ákveðið sem fyrr segir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert