Fundur hefur verið boðaður í dag klukkan 17:00 í kjaradeilu Félags flugvallastarfsmanna ríkisins og Isavia.
Kristján Jóhannsson, formaður og framkvæmdastjóri FFR, segir í samtali við mbl.is að ekkert nýtt hafi í sjálfu sér gerst í deilunni frá því fyrir helgi en vonandi náist einhver árangur á fundinum. Það verði hins vegar að koma í ljós.
„Þetta er svona stöðumat, hvar við stöndum fyrir lokahnykkinn, hef ég trú á,“ segir hann.